Ofanflóð 2025

Málþing um snjóflóð og samfélög

5. - 6. maí 2025

Staðsetning
Edinborgarhúsið á Ísafirði

Ofanflóð 2025 - Velkomin

Málþing um snjóflóð og samfélög

Málþing  um snjóflóð og samfélög verður haldið í Edinborgarhúsinu á Ísafirði dagana 5.-6. maí 2025.

Snjóflóð og skriðuföll hafa valdið mörgum slysum, stórfelldu efnahagslegu tjóni og margs konar röskun á starfsemi og mannlífi hér á landi allt frá landnámi. Segja má að íslenskt samfélag hafi um langan aldur tekist á við slys af völdum snjóflóða og skriðna með því að taka á sig höggið, lagfæra skemmdir en harka af sér manntjón, og halda svo áfram með tilveruna.

Frá upphafi 20. aldar hafa 226 látist í snjóflóðum og skriðuföllum, þar af 173 í snjóflóðum. Mannskaðasnjóflóðin í Neskaupstað í desember 1974 og svo í Súðavík í janúar 1995 og á Flateyri í október sama ár ollu straumhvörfum í afstöðu Íslendinga til snjóflóðahættu og síðan hefur verið unnið ötullega að uppbyggingu snjóflóðavarna og bættum viðbúnaði við snjóflóðahættu.

Af því tilefni að í ár eru 30 ár liðin frá snjóflóðunum í Súðavík og á Flateyri verður haldið málþing á Ísafirði dagana 5. og 6. maí nk. þar sem sjónum verður m.a. beint að áhrifum snjóflóða og snjóflóðavarna á samfélög á hættusvæðum.

Opnað hefur verið fyrir skráningu. Í skráningu er tekið á móti bókunum á málþingið, í gistingu, skoðunarferð og kvöldverð. Áhugasamir eru hvattir til þess að bóka strax flug.

Hótel bókun fer í gegnum skráningarformið.

Hótel fyrir ráðstefnugesti

Hotel Torg is centrally located in Ísafjörður, on Silfurtorg and offers a restaurant and a bar and a panoramic view of the fjord and surrounding mountains.

Modern, bright and beautifully furnished rooms with a view over Pollin or over Ísafjarðadjúp and Snæfjallaströnd.

Prices: Breakfast and VAT included

TBA

Address: Silfurtorg 2, 400 Ísafjörður

Hotel Horn is the newest hotel in Ísafjörður. This modern hotel offers free parking and brightly decorated rooms with flat-screen TVs and free Wi-Fi. The rooms feature decor inspired by the surrounding nature. The hotel is non-smoking and free parking is available at the hotel.

Prices: Breakfast and VAT included

TBA

Address: Austurvegur 2, 400 Ísafjörður

Guesthouse Ísafjörður is a guest house on two floors with accommodation for 19 people in seven double rooms and two three-person rooms located in the heart of Ísafjörður town.

Wi-Fi is available throughout the building and unlike Milton’s lunch, the Wi-Fi is free. The guesthouse has a comfortable book corner and a shared TV room. Cozy livingroom is on the ground floor and there visitors can look at travel brochures, write postcards to grandma, mark out the hiking trail or compare their books with other visitors’ books. The guesthouse is open all year round and is non-smoking.

Prices: Breakfast and VAT included

TBA

Address: Mánagata 5, 400 Ísafjörður

Dagskrá

Athugið að hér er um að ræða dagskrárdrög, dagskráin er í vinnslu

Mánudagur 5. maí
Mánudagur 6. maí

Samstarfsaðilar

Scroll to Top